Veftré
headphoto7.jpg

Útgefið efni

Íslenskar kynjaskepnur. JPV útgáfa. 2008.
Þessi bók fjallar um íslensk þjóðsögudýr. Öll dýr sem koma fyrir í þjóðsögunum og ekki geta talist til andaheima voru valin og tekin til umfjöllunar. Náttúrufræði hvers dýrs, lífsferill og útbreyðslu er gerð skil með fjölmörgum myndum, skýringum og kortum. Til þessa hóps teljast að mati höfunda um 30 tegundir en sum koma oft fyrir í þjóðsögunum undir fleiri nöfnum, þannig að nokkur samræming átti sér stað.
Hér koma saman furðudýr úr vötnum og af landi en ekki síst eru til umfjöllunar fjölmörg sjóskrímsli.
Bókin er rituð á auðlesinn hátt með skemmtunargildi í huga sem höfðað getur til bæði fullorðinna sem ungmenna.
Þessi bók náði strax nokkurri hylli og hefur ýtt undir áhuga fólks á þjóðsögunum og þeim fjársjóð sem þær geyma. Bókin var tilnefnd til Hagþenkisverðlaunanna 2008. ISBN 978-9979-656-72-2



Íslenskir fiskar. Vaka-Helgafell 2006. Bókin fjallar um þær 340 tegundir fiska sem fundist hafa á miðunum umhverfis Ísland. Fyrri hluti bókarinnar fjallar um fiska almennt en seinni hlutinn um hverja tegund fyrir sig. Bókin er skrifuð af 2 fiskifræðingum þeim Jónbirni Pálssyni og Gunnari Jónssyni. Jón Baldur vann um 500 myndir. Höfundarnir 3 hlutu viðurkenningu Hagþenkis árið 2007 fyrir, eins og segir í texta viðurkenningarskjalsins "Fyrir að hafa dregið nytjaskepnur og furðukvikindi úr sjó og upp á bókarsíður, með snilldarlegum myndum og ljósu máli". í bókina flestar eftir eintökum tegunda auk fjölda skýringarmynda. Í bókinni eru kort sem sýna útbreiðslu nær allra tegundanna. Bókin er 336 síður í stóru broti og allur frágangur er hinn vandaðasti. ISBN 9979-2-1938-6




Íslensk spendýr. Vaka-Helgafell, Edda. 2004. Hér er gerð grein fyrir hátt í 60 tegundum spendýra á Íslandi og í hafinu umhverfis landið. Auk þess er fjallað rækilega um þróun og almenn einkenni spendýra og sögu þeirra á Íslandi Bókin er skrifuð af færustu vísindamönnum þjóðarinnar á sviði dýrafræði en Páll Hersteinsson er aðalhöfundur og ritstjóri. Jón Baldur málaði mikinn fjölda mynda af dýrunum auk skýringarmynda. Í bókinni er fjöldi korta sem sýna útbreiðslu tegundanna. Bókin er í stóru broti og allur frágangur er hinn vandaðasti. ISBN 9979-2-1721-9


Íslenskir fuglar. Vaka-Helgafell http://vaka.is.1998. Í þessari bók fjallað ítarlegar um alla íslenska fugla en áður hefur verið gert. Sérkaflar ná yfir 116 tegundir og enn fleiri eru nefndir til sögu. Leitast hefur verið viðað gera hverri tegund eins góð skil og unnt er í einni bók. Hér er tekinn saman mikill fróðleikur sem að verulegum hluta er og ekki birst á prenti áður. Að baki bókinni liggur margra ára vinna beggja höfunda, þeirra Ævars Petersen fuglafræðings og Jón Baldurs, en Jón hefur málað hundruð mynda fyrir þessa útgáfu. Myndirnar eru af öllum tegundum, flestar tegundir eru sýndar í öllum helstu búningum, hvort heldur er að sumri eða vetri, ungar bráðþroska tegunda eru sýndir og flestar tegundir eru einnig sýndar á flugi. Í bókinni er fjöldi korta sem sýna útbreiðslu tegundanna eftir árstímum og farkort fyrir margar tegundanna. Einnig er að finna ljósmyndir af eggjum allra íslenskra varptegunda, svo aðeins sé það helsta upptalið. Bókin er í stóru broti og allur frágangur er hinn vandaðasti. ISBN 9979-2-13337.

Ísfygla. Útgefin 1996. 158 síður í stóru broti. Hér fá allir íslenskir varpfuglar, 72 tegundir, ítarlega umfjöllun bæði líffræði þeirra og lifnaðar-hættir, en frásögnin er einnig krydduð miklum fróðleik um þjóðtrú og þjóðsögum um hverja tegund. Nákvæmlega er farið í nafngiftir bæði íslenskar og alþjóðlegar, þannig að bókin er einkar fróðleg og höfðar til mun stærri hóps en þeirra sem áhuga hafa á fuglum. Höfundur er séra Sigurður Ægisson, en hann er meðal annars vel þekktur fyrir fjöbreytileg skrif sín um náttúrufræði og þjóðfræði. Öll er bókin einkar vönduð og vel uppsett, í svörtu taubandi og kemur í öskju. 73 pennateikningar eftir Jón Baldur prýða bókina. Útgefandi er Sigurður Ægisson. ISBN 9979-60-227-9.

Birdwatching in Iceland. Ritsmiðjan gaf út 1997. Höfundar eru í sameiningu Jón Baldur og Helgi Guðmundsson leiðsögumaður og kennari. Bók þessari er ætlað að vera erlendum ferðamönnum, sem hingað koma, til trausts og halds við fuglaskoðun. Í umfjölluninni er reynt að gera grein fyrir aðstæðum til fuglaskoðunar á mismunandi árstímum. Flest helstu fuglasvæði landsins sem aðgengileg eru ferðamönnum eru tekin til umfjöllunar og ferðalöngum gert auðvelt að finna réttu staðina með einföldum kortum. Í bókinni er aðgengileg tafla um það á hvaða svæðum tilteknar tegundir er að finna, en hún auðveldar fólki að skipuleggja ferðir sínar eftir því hvað þeir vilja sjá. Í bókinni er fjöldi pennateikninga eftir Jón Baldur. Bókin er fáanleg á þýsku og ensku. ISBN 9979-9296-1-8.

Sjávarnytjar við Ísland. Mál og menning 1998. Höfundar eru þrír sérfræðingar við Hafrannsóknarstofnun, þeir Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Ólafur Karvel Pálsson. Þetta er mjög yfirgripsmikið verk um sjávarfang og útveg við Ísland. Bókin fjallar á ítarlegan hátt um hafið umhverfis landið, þær rannsóknir sem fram hafa farið á því, veiðar og veiðarfæri, auk stjórnunar fiskveiða og annars er lítur að sjávarnytjum. Í bókinni eru sérkaflar um allar þær tegundir sjávarlífvera sem þýðingu hafa haft fyrir landsmenn, en Jón Baldur hefur gert vatnslitamyndir af þeim öllum, alls 57 myndir. Bókin er einungis fáanleg á íslensku. ISBN 9979-3-1759-0.

Íslenskir hvalir fyrr og nú. Forlagið 1997. Afar handhæg og þægileg bók sniðin fyrir áhugafólk um náttúrufræði. Þetta rit er mjög gagnlegt þeim síaukna fjölda fólks sem leggur leið sína í sérstakar hvalaskoðunarferðir. Bókin er all nýstárleg, prentuð á mjög þykkan, lakkaðan pappír og bundin í gorm en hvorutveggja gerir hana mjög handhæga úti við. Fjallað er um þær 23 tegundir hvala semsést hafa við landið en um leið nær allar tegundir N-Atlantshafs. Höfundar eru þrír, séra Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal hönnuður og Jón Baldur, en sá síðastnefndi gerði fjölda vatnslitamynda af hvölunum. Formála bókarinnar ritar Mark Carawardine, virtur dýrafræðingur og höfundur bóka um hvali og hvalaskoðun. ISBN 9979-53-307-2.

Nature in Northern Europe, biodiversity in a changing enviroment..
Útgefin árið 2002 af Norrænu ráð- herranefndinni. Fjöldi höfunda og teinknara frá fjölmörgum löndum. Jón Baldur lagði til um 40 myndir í þessa útgáfu sem fjallar á yfirgripsmikinn og auðskilinn hátt um lífríki og náttúrufar norðurhjarans. Bókin er mjög vönduð, 350 bls. í stóru broti og er gefin út á nokkrum tungumálum. Nánari upplýsingar er að finna á vef Norrænu ráðherranefndarinnar www.norden.org. ISBN 92-893-0635-1 (ensk útgáfa)



Jón Baldur hefur um árabil starfað náið með ritstjórum Námsgagnastofnunar og lagt til mikinn fjölda mynda í margar kennslubækur og veggspjöld. Einnig hefur Námsgagnastofnun notað hundruð mynda Jóns inn á kennsluvefi ætlaða grunnskólakerfinu.





Frímerki gerð fyrir Íslandspóst. Útgefin í nóvember 2002.
Stelkur, verðgildi kr. 50, númer 419A.
Þórshani, verðgildi kr. 85, númer 419B
stamps@postur.is www.stamps.is






Frímerki gerð fyrir Íslandspóst. Útgáfudagur 04-09-2003.
Þúfutittlingur, verðgildi kr. 70, númer 429A.
Spói, verðgildi kr. 250, númer 429B
stamps@postur.is www.stamps.is





Frímerki gerð fyrir Íslandspóst. Útgáfudagur 04-11-2004.
Lóuþræll, verðgildi kr. 75, númer 450A.
Sendlingur, verðgildi kr. 55, númer 450B
stamps@postur.is www.stamps.is



Frímerki gerð fyrir Íslandspóst. Útgáfudagur 03-11-2005.
Grágæs, verðgildi kr. 60, númer 465A.
Stari, verðgildi kr. 105, númer 465B
stamps@postur.is www.stamps.is




Frímerki gerð fyrir Íslandspóst.
Útgáfudagur 10-03-2005.
Hagamús, verðgildi kr. 45, númer 455A.
Húsamús, verðgildi kr. 125, númer 455B
stamps@postur.is www.stamps.is




Frímerki gerð fyrir Íslandspóst. Útgáfudagur 02-02-2006.
Þjóðarblómið, Holtasóley
verðgildi kr. 50, númer 467
stamps@postur.is www.stamps.is






Í samstarfi við Jóhann Ísberg, iww.is hefur Jón Baldur unnið og komið upp umhverfismerkingum fyrir sveitarfélög. Margvísleg útgáfa á fræðsluefni fyrir félög og einstaklinga eða opinbera aðila er á döfinni Sýnishorn hér





Myndir Jóns henta vel á ýmsa framleiðslu t.d. dagatöl og kort og einnig er hægt er að panta sérprent margra þeirra mynda sem eru á fauna.is
© Jón Baldur Hlíðberg 2002. Gautavík 14, 112 Reykjavík
Sími: 586-1095, Netfang: jbh@fauna.is